143. löggjafarþing — 15. fundur,  4. nóv. 2013.

bygging nýs Landspítala.

[15:23]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Herra forseti. Ég hef í sjálfu sér engu við þetta að bæta en það virðist vera hefð fyrir því að ef maður á tíma í ræðupúlti þá fer maður og segir eitthvað. Ég fagna því að þetta mál sé í vinnslu. Ég ítreka að það er gríðarlega mikilvægt, fyrir fólkið sem vinnur á Landspítalanum, fyrir sjúklinga og okkur öll, að eitthvert plan liggi fyrir og því fyrr því betra; að menn drífi í þessu, ekki ein nefndin. Ég held að það væri þá betra að fá á hreint að ef við ætlum ekkert að gera næstu fjögur árin, þá er bara ágætt að fá að vita það.

Mér finnst svona pínulítið eins og verið sé að draga okkur á asnaeyrunum og lengja einhvern veginn í þessu. Því fyrr, því betra.