143. löggjafarþing — 16. fundur,  5. nóv. 2013.

bygging nýs Landspítala.

10. mál
[17:18]
Horfa

Flm. (Kristján L. Möller) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Ögmundi Jónassyni fyrir að greina okkur frá samþykkt þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um þetta.

Í raun hef ég bara eina spurningu til hv. þingmanns. Miðað við að fara þá leið sem þingflokkurinn er að fjalla um og þingmaðurinn gerði hér grein fyrir og taka þetta eingöngu af opinberu fé af fjárlögum, hvenær telur þá hv. þingmaður að framkvæmdir gætu hafist og hvað telur hann að byggingartíminn yrði langur miðað við að taka þetta eingöngu af fjárlögum ríkisins á hverju ári?