143. löggjafarþing — 21. fundur,  13. nóv. 2013.

aukatekjur ríkissjóðs.

157. mál
[16:24]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er alveg klár á því hvernig gjaldið kemur til en spurning mín var einfaldlega hvort það hefði komið til tals við samningu frumvarpsins. Svo er ekki. Ég lít þannig á að ef þetta gjald er lagt niður þurfi það náttúrlega að koma einhvers staðar frá og væntanlega kemur það þá úr ríkissjóði, bara einhvers staðar annars staðar frá. Þá þarf fólk ekki að borga gjaldið. Það er það sem verið er að tala um. Ef við léttum gjöldum af einstaklingum sem renna í ríkissjóð koma þau ekki þangað lengur og þá þarf að ná því annars staðar frá. Mín spurning var hvort það hefði komið til tals við gerð frumvarpsins. Svo mun ekki vera en ég vona að ég hafi skilið hæstv. ráðherra rétt um að ekki sé búið að henda þessu atriði, sem ég held að sé eitt af tíu í þingsályktunartillögunni, út af borðinu.