143. löggjafarþing — 23. fundur,  18. nóv. 2013.

fjárveiting vegna vetrarólympíuleika fatlaðra.

[15:15]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Ég mundi gjarnan vilja fá fyrir þeirra hönd staðfestingu á því að þetta verði framkvæmt, að það verði efnt. Eins og ég sagði áðan fékk Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands viðbótarstuðninginn og ég vil trúa því að einfaldlega hafi gleymst við gerð fjárlagafrumvarpsins 2014 að setja þetta inn. Ég hvet því bæði mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra til að sjá til þess að framlagið fari inn. Það skiptir höfuðmáli að viðunandi stuðningur fylgi fólkinu þegar það keppir erlendis því að eins og hér kom réttilega fram hefur það staðið sig afskaplega vel, eins og svo margur annar sem hefur farið frá okkur á Ólympíuleika. Þetta skiptir mjög miklu máli í félagslegu tilliti, sérstaklega fyrir fatlað fólk.