143. löggjafarþing — 23. fundur,  18. nóv. 2013.

makrílkvóti á uppboðsmarkað.

[15:36]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Það var ekkert verið að ræða nýjar tegundir, er það, hjá þessum samráðshópi? Það sem Jón bendir á, og ég líka og margir aðrir, er að þessi saga er okkur svo erfið og það er erfitt að vinda ofan af því sem hefur verið gert. Það er hins vegar svolítið annað með makrílinn núna. Fólk átti skipin, gat nýtt það sem fyrir var til að fara á þessar veiðar án þess að leggja út í aukakostnað. Þess vegna á ekki alveg það sama við og því spyr ég aftur út af því að það á ekki það sama við: Af hverju ekki einmitt að nýta tækifærið núna og af hverju ekki að fara uppboðsleið á þessari tegund?

Ég held að það færi vel á því.