143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[16:20]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við skulum ræða hér, eins og hæstv. ráðherra segir, út frá því sem sagt hefur verið og skrifað. Hæstv. ráðherra segir í umræðum um rammaáætlun á Alþingi 2012, með leyfi forseta:

„Á eitt varúðarsjónarmið í umhverfisvernd að ýta öllu öðru til hliðar, meira að segja hagkvæmum virkjunarkosti eins og Norðlingaöldu, sem er kannski sá virkjunarkostur sem hefur minnst umhverfisleg áhrif?“

Þarna talar hæstv. ráðherra strax beint og lóðbeint gegn varúðarreglu umhverfisréttarins. Því spyr ég hann: Hvaða sess á varúðarreglan að skipa í nýjum og endurskoðuðum lögum í draumalandi hæstv. ráðherra?