143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[19:33]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hef hingað til alltaf neitað mér, með örfáum undantekningum, um einkunnagjafir í ræðustólnum en ég ætla að þakka hv. þingmanni kærlega fyrir góða og fróðlega ræðu. Mér finnst hún lýsa því sérstaklega vel af meiri kunnáttu en ég hefði nokkurn tíma, hvernig viðhorfið til reglna og laga um náttúruna hefur breyst á undanförnum árum. Hún lýsir því fyrir mér hvers vegna lögin frá 1999 eru algerlega úrelt.

Hv. þingmaður talar um vinnuna í þinginu og af því að hún lagði frumvarpið fram sem hæstv. umhverfisráðherra, getur hún þá sagt mér hvað tók helst breytingum? Hverju tekur hún eftir að hafi helst verið breytt í meðförum þingsins í fyrra?