143. löggjafarþing — 26. fundur,  20. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[17:29]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það kann vel að vera, segir hv. þingmaður, að það sé rétt hjá minni hlutanum að þetta sé óheppileg nálgun að endurskoðun málsins. Það sýnir auðvitað að það eru efnisleg tilefni til að taka hér nokkuð djúpa umræðu um þessar aðfarir vegna þess að ef framsóknarmenn eins og hv. þingmaður vilja að aðrir flokkar í þinginu viðurkenni sem er að framsóknarmenn geti bæði verið hugsjónamenn og náttúruverndarsinnar væri mikilvægt innlegg af hálfu Framsóknarflokksins að sýna öllu því fólki sem komið hefur að því að undirbúa þessa lagasetningu og vinna að henni árum saman þá virðingu að fara í endurskoðunina á grundvelli þeirrar vinnu en ekki að sýna öðrum sjónarmiðum í málinu þá óvirðingu að setja hana í tætarann. Ég ætla einfaldlega að hafna því að það hafi verið vel og ítarlega hugsað, (Forseti hringir.) ég held að það sé hreinn og klár flumbrugangur og byrjendamistök hjá nýjum umhverfisráðherra (Forseti hringir.) eins og svo margt annað.