143. löggjafarþing — 26. fundur,  20. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[18:12]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er að velta því fyrir mér hvort hægt verði að ná einhverri sátt í þessu máli. Það er mikið talað um að hægt sé að ná betri sátt og þá spyr ég: Verður það ekki á kostnað einhverra annarra aðila að þessu máli? Hvar ætla menn að enda í þeim efnum? Verður málinu ekki lokið fyrr en allir eru sáttir?

Ef það verður þannig verð ég nokkuð ánægð því að þá hljóta þeir sem standa vörð um hagsmuni náttúrunnar að ganga sáttir frá borði. En af því að menn hafa hamrað á því að ekki hafi náðst sátt, að einhverju leyti, við þá aðila sem hafa verið nefndir hér verður þá ekki staðið upp frá vinnunni fyrr en sátt hefur náðst og allir eru fullkomlega sáttir hringinn í kringum þetta náttúruverndarborð? Eða er mikilvægt að ná sátt við suma (Forseti hringir.) meðan aðrir verða að slá af kröfum sínum um vernd náttúrunnar?