143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[18:02]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil spyrja hv. þingmann út í það að í nefndaráliti hans og meiri hlutans er menntamálaráðuneytið átalið harðlega fyrir að safna saman fjárveitingum upp á einar 300 milljónir og ætla að flytja þær inn á næsta ár, sem er augljóslega brot á fjárreiðulögunum, að taka það inn á fjáraukalög. En þó að meiri hlutinn átelji þessi vinnubrögð harðlega þá breytir hann ekki tillögunni og enn standa þessar 300 milljónir inni í eitthvert gæluverkefni menntamálaráðherra, inn á næsta ár. Ég ítreka: Augljóst brot á fjárreiðulögunum. — Hvernig stendur á því að meiri hlutinn mótmælir tillögunni en gerir ekki breytingu á henni?