143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[11:39]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Nú greiðum við atkvæði um fjáraukalög fyrir árið 2013 eftir umræðu í fjárlaganefnd. Ég hef sjálf óskað eftir því sem formaður nefndarinnar að málinu verði eftir atkvæðagreiðsluna vísað inn í fjárlaganefnd að nýju til frekari umfjöllunar. Ég bendi á að hér er verið að gera upp eins og frekast er kostur rekstrarárið 2013 en eins og kom fram í framsöguræðu minni er rekstrarárið ekki að fullu gert upp fyrr en ríkisreikningur er birtur um mitt næsta ár.

Ég óska því eftir að þingmenn greiði atkvæði eftir sinni bestu sannfæringu og samvisku og málið verður aftur tekið fyrir á fundi fjárlaganefndar kl. 8 í fyrramálið.