143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[13:00]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég sagði í gær að þetta hlyti að vera misskilningur eða mistök hjá meiri hluta fjárlaganefndar og ég held að enn sé það þannig og ítreka enn þá ósk mína um að fá að koma fyrir nefndina og fjalla um málið þar.

Ég mun samþykkja þetta í þessari atkvæðagreiðslu (Gripið fram í.) en ég óska eftir því að koma fyrir nefndina og fá skýringu hjá henni því það er alveg nýtt að fjárlaganefnd taki að sér að gerast líka dómsvald.