143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[21:24]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir greinargóð svör. Það fer ekkert á milli mála að okkur greinir á um leiðir, það er augljóst.

Taka má sem dæmi: Það skyldi þó ekki vera að þær tekjur, sem var fórnað og ítrekað hefur verið minnst á, 3 milljarðar í sjávarútvegi og 500 milljónir í gistináttaskatti, væru að skila sér í auknum hagvexti hér í lok árs? Ég ítreka að þetta eru tekjur sem var fórnað, sem skila sér í fjárfestingum á fyrirtæki og í aukinni ráðstöfunargetu hjá heimilum og aukinni veltu inn í hagkerfið. (Gripið fram í.)Í því endurspeglast þessi greinarmunur á pólitík. Svo einfalt er það.