143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[21:25]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að eins og hagvöxtur og staðan eru mæld í dag hafi hann, sem betur fer, ekki skipt sköpum, sá mánuður sem núverandi ríkisstjórn hefur setið við völd. Sá árangur sem hefur náðst í hús er vitaskuld árangur síðustu fjögurra ára. Það væri barnaskapur að halda að hitt hefði fengist aukreitis, enda hefur þessi ríkisstjórn verið verklaus nema í því að ráðast á þá sem minnst mega sín í samfélaginu og afla tekna þar, hlífa stórútgerðinni í landinu þar sem er tekjuvon og fólkið sem hefur borgað auðlegðarskatt — hann er felldur niður. Það hefur komið í ljós að á síðasta ári var framlegð útgerðarinnar 80 milljarðar eftir veiðigjöld sem voru um 7,5. — 80 milljarðar.— Og það var grátið og grátið og grátið og grátið, harmagrátur hjá útgerðinni, að allt mundi fara á hliðina. (Forseti hringir.) 80 milljarðar. Við hefðum getað notað eitthvað af þeirri köku fyrir þetta samfélag hér.