143. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[10:17]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég sagði áðan að ég vildi gjarnan sjá lægri launin mun hærri en þau eru í dag. Það væri svo sannarlega sanngjarnt. Hins vegar veit hv. þingmaður alveg eins og ég að við búum við þetta þjóðfélag. Við skulum bara taka höndum saman um að reyna að bæta að.

Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að miðlaunin eru 350 þúsund. Hins vegar hefur fólkið í miðjuhópnum fengið hvað mesta hlutfallslega skerðingu. Ég er ekki þar með að segja að þeir sem eru með lægstu launin ættu ekki allra hluta vegna að vera betur settir en þeir eru.