143. löggjafarþing — 38. fundur,  16. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[17:26]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Upphaflega áttu þetta að vera 600 millj. kr. samkvæmt minnisblaðinu sem kom frá ríkisstjórninni, 600 millj. kr. skipt til helminga í vaxtabætur og barnabætur, 300 og 300. Sem betur fer breyttu menn því þannig að þeir ákváðu að lækka ekki barnabæturnar og er það vel vegna þess að annars væri það tekið þaðan sem fjármunirnir nýtast best. En í staðinn er skerðingin á vaxtabótunum hækkuð upp í 500 milljónir.

Það þykir mér skelfileg ráðstöfum vegna þess að þeir sem vaxtabæturnar skipta mestu máli eru þeir sem eru hvað skuldugastir. Það eru þá yfirleitt þeir sem eru nýbúnir að kaupa sér húsnæði, það eru fjölskyldurnar og barnafólkið sem fá hvað mest úr vaxtabótakerfinu. Þess vegna eru það mikil öfugmæli hjá ríkisstjórn, sem segist vera hér fyrir fjölskyldurnar og heimilin í landinu, að taka (Forseti hringir.) hálfan milljarð út úr vaxtabótakerfinu, sem getur skipt mjög miklu máli fyrir þá sem þess njóta.