143. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[23:51]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Því ber að fagna að hér hefur náðst samkomulag um þinglok og því er 2. umr. fjárlaga að ljúka. Það er fagnaðarefni. Ég bað um það sjálf í framsöguræðu minni í þessu máli að frumvarpið kæmi til fjárlaganefndar milli 2. og 3. umr. og óska ég eftir því hér á ný. Ég þakka nefndarmönnum fyrir gott starf og þeim þingmönnum sem hafa talað í þessu máli.

Umræðan hefur farið út um víðan völl en það virðist hafa farið fram hjá þeim þingmönnum sem hér hafa talað síðast að hæstv. forsætisráðherra kynnti það í tíufréttum sjónvarpsins að fundist hafi svigrúm til að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót, þannig að það skal sagt hér.

Ég þakka umræðuna og hlakka til að starfa með nefndinni á milli umræðna.