143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:41]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Eins og hefur komið fram er áherslan í fjárlagafrumvarpinu á að hagræða í þágu heilbrigðisþjónustunnar. Það er ekki sannfærandi málflutningur af hv. stjórnarandstöðu að segja að þar með sé verið að taka af þeim sem minnst mega sín í þjóðfélaginu.

Þessar tillögur gera ráð fyrir því að við hækkum skatta á launafólk og hækkum launaskatta og svo sannarlega gera þessar tillögur ráð fyrir því að skattleggja sérstaklega hinar dreifðu byggðir. Ég segi nei.