143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

frumvarp um fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta.

[10:37]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Ég fagna því út af fyrir sig að umboðsmaður skuldara geti haft samband við þetta fólk, ef það er lýðum ljóst að þetta á að gerast. En það er náttúrlega í þessu eins og öllu öðru að ekkert er komið í gegn fyrr en það er komið í gegn. Þó að það væri ekki jólagjöf sem maður mundi óska sér að vita að maður þurfi ekki að borga þennan 250.000 kall er samt betra að hafa fulla vissu um það en að hafa hana ekki. Það er ekki í hendi fyrr en frumvarpið hefur verið afgreitt hér.

Ég minnist þess að þegar ég var í allsherjarnefnd fyrir þremur árum var þetta mjög mikið rætt. Ég held að það hafi verið rætt í nefndinni meira og minna í þrjú eða fjögur ár. Ég furða mig á því að nefndin hafi ekki afgreitt — hvað á ég að kalla það? Út af fyrir sig er það sorglegt að við þurfum að fara í gegnum þetta, en það er mjög áríðandi að málið verði afgreitt.