143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

frumvarp um fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta.

[10:38]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Þegar ég hef hlustað á samtöl í allsherjar- og menntamálanefnd um málefni sem snúa að skuldurum hefur mér skilist að það sé ágætissamstaða um það verklag sem viðhaft er í nefndinni. Verið er að skoða ákveðnar breytingartillögur á því frumvarpi sem ég lagði fram varðandi skiptakostnað vegna gjaldþrots. Það tengist því, eins og ég nefndi í framsöguræðu minni þegar ég mælti fyrir málinu, hvort rétt væri að setja einhvers konar sólarlagsákvæði þannig að þetta sé tímabundið úrræði en ekki varanlegt. Þá er líka rétt að skoða hvort nefndin leggi til einhverjar tillögur um hvað eigi að gera ef menn taka ákvörðun um að hafa þetta tímabundið úrræði en ekki varanlegt, eins og frumvarpið sem ég lagði fram segir fyrir um.

Búið er að tryggja fjármögnunina. Búið er að tryggja að gengið verður frá nauðsynlegum breytingum svo það gangi eftir. Ég mun hafa (Forseti hringir.) samband og hef verið í samræðum við umboðsmann skuldara hvað þetta mál varðar (Forseti hringir.) til þess að tryggja að hægt sé að byrja að undirbúa að bjóða þessa þjónustu sem allra fyrst eftir áramótin.