143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014.

2. mál
[11:40]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Hér ber svo við að hæstv. ríkisstjórn og meiri hluti hennar hefur komist að því að þrenns konar ráðstafanir sem fyrri ríkisstjórn greip til á undanförnum árum séu allar af hinu góða og leggur til framlengingu á þeim. Þetta er átakið Allir vinna. Þetta er áframhaldandi stuðningur við endurnýjun hópferðabifreiða og þetta er skattafsláttur vegna endurnýjunar umhverfisvænna bifreiðategunda í bílaflota, þ.e. rafmagns-, vetnis- og tvinnbíla. Við fögnum því að sjálfsögðu að ríkisstjórnin í einstökum tilvikum lætur ekki góð mál frá fyrri ríkisstjórn gjalda þess að vera frá henni heldur styður þau. Hæstv. ríkisstjórn mætti gera miklu, miklu meira af þessu.