143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

veiting ríkisborgararéttar.

245. mál
[12:47]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Árið 2008 komu hingað til lands átta flóttakonur frá Al Waleed-flóttamannabúðunum í Írak, palestínskar flóttakonur sem búsettar eru á Akranesi. Mér er kunnugt um að þær hafi flestar utan eina sótt um íslenskan ríkisborgararétt. Ég sé að hluti þeirra fær þá ósk sína uppfyllta sem er mjög jákvætt og ég fagna því.

Ég vil spyrja hv. formann allsherjarnefndar hvers vegna hópurinn fær ekki að ljúka ferðalagi sínu hingað til Íslands í sameiningu. Hvernig stendur á því að hluta hópsins er synjað um ríkisborgararétt?