143. löggjafarþing — 43. fundur,  19. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[18:56]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Þá legg ég bara til að einhver nemendafélög í Háskóla Íslands taki sig saman eða einhver framboð þar, Vaka, Röskva eða Skrökva eða hvað, og vinni í þessu máli. Þau gætu talað við Vinstri græna þar sem hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon var svona glöggur að taka eftir þessu. Það gæti verið mikil réttarbót fyrir nemendur að ekki sé verið að leggja ólögleg gjöld á þá. Ég fagna því hvað hv. þingmaður er glöggur að hafa komið auga á þetta og bent nemendum á réttarstöðu sína.