143. löggjafarþing — 44. fundur,  20. des. 2013.

tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014.

2. mál
[10:38]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Umræðu um áhrif þessarar aðgerðar er ekki hægt að slíta úr samhengi við annað það sem ríkisstjórnin hyggst gera á árinu 2014. Þar ber hæst áform um aðgerðir til skuldalækkana, bæði beinnar niðurfærslu á höfuðstól húsnæðislána og skattalegar aðgerðir til að auðvelda innborgun á höfuðstól húsnæðislána. Því til viðbótar verður að hafa með í þessari umræðu það sem verið er að gera að öðru leyti í skattamálum. Til dæmis er fyrir barnafólk verið að afgreiða á síðustu dögum þingsins lækkun á verði á bleium með því að færa þær í neðra virðisaukaskattsþrepið og við erum með lækkun á tekjuskatti einstaklinga.

Þegar þetta er allt saman virt heildstætt er engum vafa undirorpið að ríkisstjórnin stígur (Forseti hringir.) stór skref til að létta undir með heimilunum í landinu.