143. löggjafarþing — 46. fundur,  21. des. 2013.

tekjuskattur.

265. mál
[14:51]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Mér leið nefnilega undir ræðu hv. þingmanns eins og ég hefði heyrt hana hundrað eða þúsund sinnum áður á liðnu kjörtímabili og á liðnum kjörtímabilum, þannig að mér fannst lítið hafa breyst. Ég vil nefna það, svo að ég fari nú í sama hjólfar, að þessi ríkisstjórn er ríkisstjórn 4 milljarða í heilbrigðiskerfið, 5 milljarða í skattalækkun til þeirra sem hafa þurft að sæta auknum skattahækkunum á undanförnum áratugum og 6 milljarða til aldraðra og öryrkja.