143. löggjafarþing — 50. fundur,  15. jan. 2014.

færsla eftirlits með rafföngum til Mannvirkjastofnunar.

213. mál
[18:25]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vona að þetta sé aðeins upptaktur að því sem koma skal hjá hv. nefndum þingsins og vil hvetja alla hv. þingmenn, því að allir sitja þeir í nefndum, til að skoða vel hagræðingartillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Þar er fullt af tillögum sem auðvelt er að sameinast um, sem hafa það að markmiði að einfalda kerfið og spara ríkisútgjöld. Ég sé að sumir hv. þingmenn hér eru afskaplega spenntir fyrir því, ekki bara hv. þm. Vilhjálmur Árnason, heldur eru ýmsir sem ég efast ekki um að munu styðja slík mál ef þeir skoða þau vel.