143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[19:14]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil endurtaka það sem ég sagði áðan, stjórnmál eiga að snúast um framtíðina. Hæstv. ráðherra eyddi helmingnum af tímanum í að tala um hvað hefði verið í gangi hér á síðasta kjörtímabili. Mér kemur það bara ekki við, ég sat ekki á þingi þá og það er ekki vandamál sem þjóðin á að þurfa að hlusta á, að hér hafi verið erjur á milli flokka.

Mér finnst þetta alveg merkilegt, maður þarf að hlusta á sama nöldrið um síðustu fjögur ár.

Ég spurði hvort krónan væri framtíðargjaldmiðill. Skildi ég hæstv. ráðherra rétt að svarið væri: Já, krónan er framtíðargjaldmiðill Íslendinga? Verður hún þá í höftum eða án hafta?