143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[17:07]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Stefna Samfylkingarinnar er náttúrlega alveg skýr og tengist aðild að umsókn og inngöngu í Evrópusambandið og myntbandalagið þar á eftir. Auðvitað eru aðrir möguleikar í málefnum og stofnunum Samfylkingarinnar þó að ekki hafi verið gefin út stefna hvað þetta varðar.

Ég get aðeins sagt hvernig ég lít á málin. Mér finnst of mikil áhætta, og mér finnst hún augljós, að ætla að halda svo litlum gjaldmiðli fljótandi enda fór það ekki vel þó að það hafi ekki verið eina ástæðan fyrir vandamálum okkar.

Því miður held ég að krónan okkar geti aldrei verið öðruvísi en í einhvers konar höftum og það muni alltaf koma niður á okkar efnahags- og atvinnulífi. (Forseti hringir.) Þetta er of stuttur tími til að fara djúpt í þetta mál.