143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:39]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Fyrir liggur að ekki er hægt með svo skömmum fyrirvara að kalla til þingfundar þá hæstv. ráðherra sem hv. þingmaður óskaði eftir að væru viðstaddir umræðuna á eftir. Ég vil því spyrja hv. þingmann hvort hann vilji halda áfram ræðu sinni án þess að hæstv. ráðherrar séu hér viðstaddir. (SJS: Nei, ég mundi þá vilja fá að bíða með mína ræðu til morgundagsins.)

Um leið og forseti lætur það í ljósi að hann er mjög óánægður með það að hafa verið gert viðvart með svo skömmum fyrirvara um að æskt væri nærveru hæstv. ráðherra sem ekki eru flutningsmenn þessa máls er einboðið, úr því að klukku er svo farið að halla í 12, að ekki er hægt að halda þessum fundi lengur áfram. Fundinum er slitið.