143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið (skýrsla).

320. mál
[23:57]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Nú er klukkan tvær mínútur í 12 á miðnætti og virðulegur forseti getur ekki svarað því hversu lengi inn í nóttina við eigum að ræða þetta mál. Mér finnst það lágmarkskrafa að við fáum að vita hversu lengi á að halda þessum þingfundi áfram eða í það minnsta hvort mæla eigi fyrir nýjum málum um miðja nótt. Það er afar mikilvægt fyrir okkur þingmenn til að við getum skipulagt störf okkar að við fáum að vita hvernig hlutirnir eiga að vera hér, ég tala nú ekki um þegar verið er að tala um næturfundi. Það lágmark að við fáum að vita hvað þingfundur á að standa lengi og hvað stendur til, á að taka mál á dagskrá þingfundar eftir að umræðu um skýrsluna lýkur? Hún gæti staðið til kl. 4 eða 5 í fyrramálið. Á þá að setja nýtt mál á dagskrá?

Virðulegur forseti. Við krefjumst svara.