143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[17:15]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er fagnaðarefni að fyrri umr. um þessa tillögu hefur verið frestað til 10. mars nk. því að hún er svo vond og vitlaus að það þarf margar vikur til þess að fara yfir það allt saman.

Það er líka fagnaðarefni að hæstv. ráðherra hefur dregið til baka versta atriðið í tillögunni, en ég vil spyrja ráðherrann hvort hann sá ekki einfaldlega tilbúinn til að draga tillöguna til baka í heild sinni. Þó að svik ráðherra Sjálfstæðisflokksins við loforðið um þjóðaratkvæði sé auðvitað í forgrunni þessarar umræðu þá er hæstv. ráðherra að svíkja fyrirheit sitt gagnvart kjósendum.

Gunnar Bragi Sveinsson gagnrýndi iðulega að hér væri efnt til ágreinings á liðnu kjörtímabili og gaf fyrirheit um að auka sátt í íslensku samfélagi. Hann hefur nú með tillögu sinni hrundið af stað mestu mótmælum síðan við hrun íslensks efnahags í búsáhaldabyltingunni 2009. Gefur það ráðherranum ekki tilefni til umhugsunar? (Forseti hringir.) Er hann ekki tilbúinn til þess að draga tillöguna til baka til að stuðla að þeirri sátt (Forseti hringir.) sem hann gaf fyrirheit um fyrir kosningar?