143. löggjafarþing — 111. fundur,  14. maí 2014.

svör við munnlegum fyrirspurnum.

[10:13]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti kann ekki skýringar á því að dregist hefur að svara fyrirspurn hv. þingmanns sem hv. þingmaður vék að. Hins vegar var lögð á það áhersla af hálfu forseta og forsætisnefndar að reyna að hafa hér eins margar fyrirspurnir á þessum degi og kostur væri til að, ef svo má segja, hreinsa upp þær fyrirspurnir sem út af stæðu.

Hins vegar háttar þannig til á þessum degi að hæstv. fjármálaráðherra er með fjarvistarleyfi vegna opinberra funda erlendis og gat því ekki verið á fyrirspurnafundinum í dag.