143. löggjafarþing — 111. fundur,  14. maí 2014.

svör við munnlegum fyrirspurnum.

[10:15]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Það er örugglega enginn misskilningur milli hv. þingmanns og forseta um að hv. þingmaður var að gagnrýna að dregist hefði að svara fyrirspurninni. Forseti sagði áðan að hann kynni ekki skýringar á því. Hann var eingöngu að skýra hvers vegna fyrirspurnin væri ekki á dagskrá í dag og hefur veitt á því fullnægjandi skýringar.

Varðandi spurning hv. þingmanns er auðvitað ekkert því til fyrirstöðu að fyrirspurnin verði prentuð upp.