143. löggjafarþing — 116. fundur,  15. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[15:13]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna.

Mér finnst alveg sjálfsagt og sanngjarnt að skattleggja bankana og fjármálafyrirtækin og að sjálfsögðu eiga þau að skila til baka. En við erum kannski ekki sammála um í hvað við eigum að nýta skattinn. Ég vil meina að við getum notað 80 milljarða til heimilanna eftir öðrum leiðum. Framhaldsskólarnir eru í fjárþröng sem dæmi, heilbrigðiskerfið víða og Landspítalinn er í ólestri. Það er svo víða sem við getum notað þá peninga til að bæta hag heimilanna. Það er kannski þar sem okkur greinir á. Ég held að sagan muni leiða í ljós hvort þetta verði gáfulegar aðgerðir. Við tökum bara samtal um það eftir fimm ár kannski.