143. löggjafarþing — 116. fundur,  15. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[15:14]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og ég horfi á þessar aðgerðir finnst mér þetta sanngirnismál, sérstaklega í því ljósi að frá hruni hafa mörg hundruð og yfir þúsund milljarðar farið til fyrirtækja. Ég lít svolítið á það þannig að nú sé komið að hinni hlið blaðsíðunnar, að koma til móts við heimilin. Mig langar því til að spyrja hv. þingmann hvort það sé ekki sanngjarnt að snúa blaðinu við og snúa sér núna að heimilunum þar sem stórar fjárhæðir fóru til fyrirtækja á síðasta kjörtímabili.