144. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2014.

þingstörf fram undan.

[14:10]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég tek undir lokaorð hv. þm. Helga Hjörvars um að hér fari sem fyrst fram sérstök umræða um þetta vopnamál, þetta hríðskotabyssumál, vegna þess að það er gríðarleg breyting á því sem Íslendingar hafa talið vera venjuna á Íslandi. Eins og hefur komið fram er ekkert þing í næstu viku og við þurfum að ræða þetta mál og það sem allra fyrst áður en það gengur það langt að ógerningur verði að snúa til baka með góðu.