144. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2014.

tekjustofnar sveitarfélaga.

366. mál
[12:17]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég ætla að byrja á að leiðrétta mig. Ég sagði hér áðan stjórn jöfnunarsjóðs, en það rétta er að þetta er þetta er ráðgjafarnefnd ráðherra samkvæmt 15. gr. laganna.

Hefði átt að breyta þessu fyrr? Eflaust, en ég tel að þetta hafi komið upp í vinnunni. Áður var einkum verið að fjalla um, í þessari ráðgjafarnefnd, atriði sem vörðuðu landsbyggðina. Með þessum flutningi snertir þetta meira hagsmuni höfuðborgarsvæðisins og þess vegna er verið að bregðast við þessu. Það má líka hugsa sem svo að Samband íslenskra sveitarfélaga hefði mátt hugsa fyrir breyttum hagsmunum og tilnefna öðruvísi, en það þýðir ekkert að fást um það. Nú er verið að breyta þessu til þess að allir geti haft sína fulltrúa þarna inni.

Þetta snýr ekki með sama hætti að bráðabirgðaákvæði b. Þar er um tímabundna reglu að ræða vegna séreignarsparnaðarins sem þýðir breytingu eða skekkingu á hlutföllunum, hvernig tekjustofnarnir koma frá ríki til sveitarfélaga. Þess vegna er verið að setja þá tímabundnu reglu að heimilt sé að meðhöndla þá með öðrum hætti.