144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

hækkun bóta lífeyrisþega.

[10:57]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Það breytir því ekki að þrátt fyrir að mikið hafi verið lagt í þá er augljóst að fólk sem býr við lágar tekjur ber skarðan hlut frá borði. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er að lækka prósentuna vegna viðmiða sem hér er vitnað til vegna nýrrar þjóðhagsspár. Mér er eiginlega alveg óskiljanlegt að það sé gert. Eins er með tekjuviðmið öryrkja og lífeyrissjóðsgreiðslur og aðrar tekjur. Það hefur verið mikið undan því kvartað.

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hver stefnan sé í þrepahækkun, hvað hún sjái fyrir sér næstu þrjú árin. Verður tekjuviðmiðið hækkað? Hversu mikið sér hún fyrir sér að (Forseti hringir.) fólk geti haft á milli handanna umfram þessi 187 þúsund í dag til (Forseti hringir.) að komast af?