144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[13:39]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Hægri stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur aukið kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu um 1.900 milljónir. (Gripið fram í: Rangt.)(Gripið fram í: Rangt.)(Gripið fram í: Rétt.) Nú á að auka kostnaðarþátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði og til þess hafa verið valdir allra veikustu einstaklingarnir á Íslandi. Það er með þetta eins og svo margt hjá þessari ríkisstjórn, það er ekki bara að aðgerðin sé vond og óréttlát og ósanngjörn, hún er líka flausturslega unnin og vanhugsuð. Tæknilega séð eru miklir ágallar á því að breyta fyrirkomulaginu á sölu S-merktra lyfja vegna útboðsmála hjá ríkinu og fleira slíks, þannig að öllum líkindum mun þessi aðgerð einnig auka heildarkostnað íslensks samfélags vegna S-merktra lyfja.