144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[16:39]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég lagði til að við mundum nota eitthvað af þeim virðisauka sem hefur komið inn út af mikilli aukningu ferðamanna. Nú er það svo að núverandi ríkisstjórn hefur ekki átt í vandræðum með að taka mikla áhættu með skattpeninga landsmanna þegar kemur að því að veita 80 milljarða inn í óvissuna, af því að nú, eins og margir óttast, eru miklir möguleikar á því eða það gæti gerst, dómsmál eru komin í gang og ef ríkið tapar málum hver á þá að borga þessa 80 milljarða? Við erum að tala um 1 milljarð sem mun verða miklu dýrari út af því að þetta er dýr framkvæmd, hún er óhagkvæm og hún röng í alla staði. Það er rangt að við megum ekki ferðast um landið okkar (Forseti hringir.) án þess að þurfa að borga fyrir það.