144. löggjafarþing — 69. fundur,  24. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[23:49]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það hefði verið gagnlegt fyrir stjórnarmeirihlutann í atvinnuveganefnd að kynna sér fyrirvara Kristjáns Möllers sem var með fyrirvara á álitinu, hlýða á ræðu Bjartar Ólafsdóttur í dag um hennar sjónarmið á málinu og kynna sér álit umhverfis- og samgöngunefndar, bæði stjórnarmeirihlutans í þeirri nefnd og minni hlutans. Ég held að meiri hluti nefndarinnar eigi nú að sjá að sér og taka málið inn til nefndar þó að 2. umr. sé ekki lokið, einmitt vegna þess að ef það er ekki gert erum við á sama byrjunarreit í upphafi þingfundar á morgun í stað þess að nýta morgundaginn til að fara yfir málið í nefndinni, uppfylla ákvæði 23. gr. þingskapa, taka til umfjöllunar álit umhverfisnefndar og reyna að koma þessu máli í einhvern þann skaplega farveg að málinu megi miða eitthvað hér við 2. umr.