144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

lengd þingfundar.

[16:05]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þetta er í besta falli óvanaleg uppákoma og áður en hv. þingmenn fara í mjög stórar yfirlýsingar til eða frá bið ég þá í mestu vinsemd að hafa í huga að það kemur dagur eftir þennan dag og að allt það sem gert er hefur fordæmisgildi. Við þurfum að ákveða hvernig við viljum hafa þessa hluti. Ég held að stjórnarandstaðan á hverjum tíma geti fært full rök fyrir því og geri það að það sé verið að fara fram með einhverja hluti sem hún er á móti. Menn geta haft uppi stór orð um það að ef við viljum, a.m.k. í næstu framtíð, að bara meiri hlutinn greiði atkvæði í málum eins og þessum verður það auðvitað þannig. Það segir sig sjálft (Forseti hringir.) en ég hvet menn til að hugsa þá hugsun til enda.