144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

um fundarstjórn.

[14:10]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill vegna þeirra óska sem beindist að honum taka það fram að forseti gekk úr skugga um það að farið var í hvívetna að öllu lögum og reglum, bæði þingsköpum og því sem snýr að starfsemi nefndanna. Hér var um að ræða fund á reglulegum fundartíma nefndarinnar. (Gripið fram í: Nei.) Það er ljóst mál að boðað var til þessa fundar með löglegum hætti og það dagskráratriði sem um var að ræða var á dagskrá nefndarinnar. Forseti gerir því ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar.