144. löggjafarþing — 79. fundur,  16. mars 2015.

beiðni um þingfund.

[15:16]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Af þessu gefnu tilefni vill forseti segja að hann mat það svo á föstudaginn var, þegar þessi ósk kom fram, að sú umræða sem kallað væri eftir hlyti öðrum þræði að byggja á tilefninu, sem var bréf hæstv. utanríkisráðherra, sem oft hefur verið vitnað til. Því taldi forseti það einfaldlega betra fyrir þá umræðu sem kallað var eftir að hún færi fram síðar þegar fyrir lægi með skýrari hætti um inntak bréfsins.

Forseti vill hins vegar fagna því að síðar í dag fari fram umræða um stöðu Alþingis í þessu ljósi að ósk fulltrúa stjórnarandstöðunnar og á morgun mun síðan fara fram umræða um munnlega skýrslu hæstv. utanríkisráðherra um Evrópumál.