144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[22:35]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, það er rétt, það er merkilegt hvað ríkisstjórninni er fyrra kjörtímabil hugleikið. En ég tel mig vita af hverju. Það er af því að hún hefur enga framtíðarsýn, hún er algjörlega föst í fortíðinni. Það er ekki svo að ráðherrar þessarar ríkisstjórnar standi hér stoltir af verkum sínum og geti rökstutt og sagt okkur hvað þau þýða til framtíðar og hvers vegna þeir leggi áherslu á þau. Nei, þau eru alltaf í vandræðum, mestu vandræðum, og þá verður helsta haldreipið þeirra rangfærslur um fyrri ríkisstjórn. En það er merkilegt, frú forseti, að Evrópusambandið telur að Íslendingar verði að taka á málinu í samræmi við stjórnskipun sína. Það er nokkuð mikið umhugsunarefni að Evrópusambandið, (Forseti hringir.) sem er helsti ráðgjafi utanríkisráðherra, (Forseti hringir.) skilur bara ekkert í gjörðum hans.