144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

tillaga stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu.

[13:46]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Í yfirlýsingu forseta í síðustu viku þegar verið var að ræða þessi mál kom eftirfarandi fram, með leyfi forseta:

„Það er jafnframt ljóst að ályktun Alþingis hefur ekki verið breytt eða hún afturkölluð. Meðal annars vegna pólitísks mikilvægis ESB-málsins taldi ég árið 2013 nauðsynlegt að lögð væri fram þingsályktunartillaga um slit ef ætlunin væri að fara þá leið að hætta við aðildarumsóknina.“

Jafnframt sagði forseti að þetta væri diplómatísk aðferð til að láta aðildarviðræðurnar enda án þess að umsóknin væri dregin formlega til baka.

Hvað er góð regla í þinginu? Ef málið er mikilvægt fá menn frekar að koma hér upp og ræða það í óundirbúnum fyrirspurnum við forseta.

Annað. Ef það er mikið tímaspursmál — og þetta er tímaspursmál núna af því að Evrópusambandið gæti tekið ákvörðun um að klára málið þannig að það er mikilvægt að fara að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hefur áhrif þannig að það er ekkert sem mælir gegn því. Forseti hefur ekki útskýrt hvers vegna hann er ekki tilbúinn að taka málið á dagskrá í dag, (Forseti hringir.) að fresta því fram á morgundaginn sem ræða á í dag og (Forseti hringir.) hafa þingfund á föstudaginn. Það er ekkert sem mælir gegn því. (Forseti hringir.) Forseti er …