144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

Norðfjarðarflugvöllur.

566. mál
[18:41]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S):

Virðulegi forseti. Ég er alveg reiðubúin til að ræða við ráðamenn í Fjarðabyggð um þau efni sem varða það bæjarfélag og ég er líka sammála því prinsippi að við eigum að nýta þá innviði sem eru til staðar í landinu og passa upp á að fjárfestingarnar nýtist en liggi ekki undir skemmdum. Ég legg áherslu á þá forgangsröðun sem þegar hefur birst og hv. þingmanni er mjög vel kunnugt um. Að sjálfsögðu eru þetta kannski ekki stærstu tölurnar en þetta eru allt saman tölur og þetta safnast allt saman og þegar við eigum svona mikið eftir þá hljótum við að horfa til þess. En ég er að sjálfsögðu reiðubúin til að hlusta á góðar hugmyndir og er tilbúin til að ræða við Fjarðabyggð um þetta mál og mörg önnur sem varða samgöngumál í því stóra og víðfeðma sveitarfélagi.