144. löggjafarþing — 91. fundur,  20. apr. 2015.

verkföll í heilbrigðiskerfinu.

[15:33]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég sakna þess að ráðherra sé ekki ákveðnari varðandi fjármuni, t.d. til Landspítalans, því að það sýnir sig í upplýsingum frá BHM að starfsfólk BHM innan Landspítalans er almennt í lægri launaflokkum en aðrir félagar í BHM. Þetta er af því að fjármunirnir eru ekki nægir og það bitnar á launakjörum starfsfólks. Ég hefði viljað fá skýrari svör um að hann sé tilbúinn til þess að beita sér fyrir því í ríkisstjórn að fé verði almennt forgangsraðað inn í heilbrigðiskerfið og sérstaklega inn í Landspítala.

Það er 100% nýting á Landspítala og það er áhyggjuefni. Miðað við önnur lönd ætti hún að vera 80–85%. Það kemur fyrst og fremst fram vegna skorts á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu og við ráðherra erum sammála um (Forseti hringir.) að þar verður að stórauka fjárframlög.