144. löggjafarþing — 92. fundur,  20. apr. 2015.

efnalög.

690. mál
[17:15]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vonast til að frumvarpið fari sem allra fyrst til nefndar og þá verði hægt að kalla þar til gesti og líka þá t.d. sem einhver kostnaður lendir á.

Af því að ég kláraði ekki að svara alveg í fyrra svari verður, eins og segir um mat á áhrifum, á 103 bensínstöðvum skylt að setja upp gufugleypa þegar þær undirgangast meiri háttar endurnýjun eða nýjar stöðvar verða byggðar. Krafan er ekki meiri en svo.

En varðandi brennisteinsinnihaldið finnst mér rétt að það verði skoðað bæði í nefndinni sem og þegar reglugerð verður sett þannig að ég ætla mér ekki að fara dýpra ofan í það á þessu stigi.