144. löggjafarþing — 93. fundur,  21. apr. 2015.

verndarsvæði í byggð.

629. mál
[15:50]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hvað varðar kæruleiðir munu menn áfram hafa þau úrræði sem fyrir eru, en hvað varðar aðkomu eða frumkvæði almennings tel ég það mikilvæga ábendingu hjá hv. þingmanni og hef sjálfur velt því fyrir mér hvort hægt væri að auka þá aðkoma enn frá því sem lagt er til í frumvarpinu. Hins vegar var það metið sem svo að æskilegt væri að byrja á því að aðkoma almennings væri í gegnum sveitarfélögin, svoleiðis að við sjáum hvaða reynsla verður af því. Ég tek undir það sem mér heyrðist að minnsta kosti vera sjónarmið hv. þingmanns, að sem mest og sem beinust aðkoma almennings væri æskileg til þess að frumvarpið næði markmiði sínu, enda eins og ég gat um þegar í upphafi, virðulegur forseti, þá hefur það ekki hvað síst verið almenningur á hverjum stað sem oft hefur sótt um eða haft frumkvæði að því að heimabyggð þeirra, hverfin þeirra, hafa fengið slíka skilgreiningu.